Námskeið fyrir 8-12 ára börn

8-11 ára leir

Fjölbreytt verkefni eru lögð fyrir og eru þau miðuð við þroska nemenda hverju sinni. Fengist er við grundvallaratriði sjónlista í tvívídd og þrívídd; form, rými, lit, ljós og skugga. Markmið kennslunnar er að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu, jafnframt því að þroska almenn vinnubrögð og tilfinningu nemenda fyrir formi og efni. Leitast er við að kveikja áhuga á myndgerð og formhugsun í víðara samhengi, m.a. gegnum listasögu. Áhersla er á framfarir, frumkvæði og gildi góðra vinnubragða.

  • Allt efni innifalið.
  • 9 börn í hópnum.
  • Frístundakort Reykjavíkurborgar.