Keramik - Leir

 leir og keramik

Almenn námskeið í keramiki og leir eru jafnt fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Áhersla er lögð á verkþjálfun auk þess sem hluti námsins fer fram með sýnikennslu. Unnið er með margvísleg form og formskynjunin þjálfuð. Nemendur kynnast eiginleikum efnanna og fá innsýn í þá fjölbreyttu möguleika sem felast í samspili forms, innhalds og skreytingar. Lögð er áhersla á hugmynda- og skissuvinnu og nemendur hvattir til sjálfstæðra viðhorfa til sköpunar.

Auk almennra námskeiða í leir og keramik er einnig í boði fullt nám í skólanum í samstarfi við Tækniskólann: Keramik kjörsvið, 1 önn og Mótun leir og tengd efni, sem er 2ja vetra diplómanám.